

Svæðisstjóri Norðurlands
Svæðisstjóri Norðurlands – Hreint ehf.
Viltu leiða öflugt þjónustusvæði á Norðurlandi og taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu vaxandi fyrirtækis? Hreint ehf. leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum Svæðisstjóra Norðurlands með aðsetur á Akureyri.
Starfið felur í sér heildstæða ábyrgð á rekstri svæðisins, gæðum þjónustu, mannauðsmálum og sterkum samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk.
Helstu verkefni:
• Dagleg stjórnun reksturs og verkefna
• Skipulag mannafla og eftirfylgni með gæðum
• Leiðtogahlutverk gagnvart starfsfólki
• Þátttaka í stefnumótun og innleiðingu verklags
• Samskipti og lausn mála í samstarfi við stjórnendur
Hæfniskröfur:
• Reynsla af stjórnun eða rekstri er kostur
• Framúrskarandi skipulagshæfni og frumkvæði
• Góð samskiptahæfni
• Íslenskukunnátta er skilyrði
Enska
Íslenska










