
Vesturbyggð
Vesturbyggð er á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af þremur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og auk þess sveitir þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa. Í Vesturbyggð er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fl. Náttúrufegurð er mikilfengleg, en m.a. Rauðisandur og Látrabjarg er innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar. Vesturbyggð tekur vel á móti nýjum íbúum!

Tómstundafulltrúi
Vesturbyggð leitar að metnaðarfullum, skapandi og ábyrgum einstaklingi til að taka að sér lykilstöðu í tómstunda- og félagslífi sveitarfélagsins. Starfið felur í sér tækifæri til að byggja upp og efla fjölbreytt tómstundastarf fyrir alla aldurshópa. Tómstundafulltrúi er einn af stjórnendum fjölskyldusviðs og er leiðandi í lýðheilsu-, forvarna- og félagsmálaumgjörð sveitarfélagsins. Starfshlutfall er 100% og næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með verkefnum er varða íþrótta- og tómstundastarf, eflingu lýðheilsu og forvarna hjá sveitarfélaginu
- Yfirumsjón með starfsemi íþróttaskóla, félagsmiðstöðva og vinnuskóla sveitarfélagsins
- Vera einn af lykilaðilum við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
- Þátttaka í ákvarðanatöku sem snýr að uppbyggingu á sviði íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélaginu
- Umsjón með akstri tengdum skólastarfi, íþróttum og tómstundum
- Umsjón með íþróttavöllum í sveitarfélaginu
- Samstarf með ungmennaráði sveitarfélagsins
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, svo sem á sviði kennslu eða uppeldisfræða, íþrótta og heilsufræða, tómstunda- og félagsmálafræða eða annað sambærilegt nám
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Reynsla og þekking á þjálfun kostur
- Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
- Enskukunnátta æskileg
- Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði
- Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund við alla aldurshópa
- Jákvæðni og aðlögunarhæfni
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Leiðbeinandi í Ungmennahúsi Garðabæjar
Garðabær

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Krakkaborg

Stuðningur við börn í leikskóla
Waldorfskólinn Sólstafir

Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli

Leikskólinn Litlu Ásar við Vífilsstaði óskar eftir kennurum/leiðbeinendum
Hjallastefnan

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Leikskólakennari - framtíðarstarf
Leikskólinn Tjarnarskógur

Leikhússtjóri götuleikhúss
Sumarstörf - Kópavogsbær

Verkstjóri í Vinnuskóla
Sumarstörf - Kópavogsbær