
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Leiðbeinandi í Ungmennahúsi Garðabæjar
Ungmennahús Garðabæjar óskar eftir að ráða leiðbeinanda til starfa í nýju ungmennahúsi sem á Garðartorgi. Hlutverk leiðbeinanda er að taka virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd starfsemi ungmennahússins, sem er ætlað ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Ungmennahúsið býður upp á öruggt og skapandi umhverfi þar sem ungt fólk getur varið frítíma sínum, tekið þátt í fjölbreyttu klúbbastarfi og sértæku hópastarfi. Markmið ungmennahússins er að skapa öruggt og styðjandi umhverfi fyrir ungmenni til að efla félagslega, tilfinningalega og persónulega þroska þeirra, geta fundið tilgang og tækifæri til að þróast í jákvæðu umhverfi.
Um er að ræða tímavinnu á dag- og kvöldvöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna vöktum í Ungmennahúsi Garðabæjar.
- Skipuleggja og framkvæma sértækt hópastarf, námskeið, fræðslu og samvinnu við stofnanir, félög og aðra aðila.
- Móta fjölbreytt frístundarstarf með forvarnarmarkmið að leiðarljósi.
- Taka þátt í viðburðum með ungmennum á vegum ungmennahússins.
- Styðja við rekstur samfélagsmiðla ungmennahússins og skapa efni fyrir þá.
- Sækja fræðslu í samráði við annað starfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði uppeldis-, tómstunda- eða félagsmálafræði. Háskólamenntun á þessum sviðum er kostur.
- Reynsla af starfi með ungmennum er nauðsynleg, þekking á málaflokknum æskileg.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Góð almenn tölvukunnátta og þekking á helstu forritum til efnissköpunar.
- Kunnátta á samfélagsmiðlum og reynsla af efnissköpun.
- Snyrtimennska, framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Heiðarleiki, stundvísi og umburðarlyndi.
- Hæfni til samráðs og samvinnu við ungmenni, forráðafólk og samstarfsfólk.
- Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára gamall.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Krakkaborg

Stuðningur við börn í leikskóla
Waldorfskólinn Sólstafir

Tómstundafulltrúi
Vesturbyggð

Leikskólinn Litlu Ásar við Vífilsstaði óskar eftir kennurum/leiðbeinendum
Hjallastefnan

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Sumarstarf í íbúðarkjarna fyrir fatlað fólk
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Sumarstörf - Kópavogsbær

Leikhússtjóri götuleikhúss
Sumarstörf - Kópavogsbær

Skrifstofa Vinnuskólans og Skólagarða
Sumarstörf - Kópavogsbær

Kennari í Leikskólann Aðalþing
Aðalþing leikskóli