Aðalþing leikskóli
Aðalþing leikskóli
Aðalþing leikskóli

Kennari í Leikskólann Aðalþing

Leikskólinn Aðalþing leitar að kennara í 100% starf

Leikskólinn Aðalþing starfar í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar og er hátt hlutfall starfsmanna með kennaramenntun. Skólinn er rekinn af hópi kennara við skólann og höfum við mikinn áhuga á að stækka kennarahópinn okkar.

Viðvera á deild í 100% starfi er sex tímar á dag ef þú ert með kennsluréttindi. Allir kennarar við skólann hafa tvo undirbúningstíma daglega.

Vinnutímastytting er að hluta til tekin á milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í tveimur vetrarfríum þegar leikskólinn er lokaður.

Leikskólinn Aðalþing er þátttakandi í Stillu, sem er þriggja ára þróunarverkefni um hæglátt leikskólastarf. Við erum einnig í samstarfi við Reggio Emilia um að þróa sameiginlega námskrá um mat og matmálstíma í leikskólum. Í vor förum við í námsferð til Mílanó og þar munum við meðal annars hitta þátttökuskólana í þessu verkefni.

Árlegar námsferðir okkar hafa skilað frjóu, framúrskarandi skólastarfi og góðum starfsanda. Tilgangur árlegra námsferða erlendis er að afla okkur nýrrar þekkingar, kynnast skólastarfi og námsumhverfi á öðrum vettvangi, sem og að styrkja starfsfólkið sem hóp.

Allur matur í Aðalþingi er unninn frá grunni og í mars 2024 varð Aðalþing fyrsta skólaeldhúsið á Íslandi til að fá Svansvottun.

Árið 2022 varð Aðalþing fyrsti leikskólinn til að hljóta Íslensku menntaverðlaunin, fyrir framúrskarandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Árið 2023 varð Aðalþing svo fyrsti leikskólinn til að hljóta Orðsporið fyrir framsækið skólastarf og metnað í starfsþróun og umbótastarfi. Einnig fyrir að ráðast i fjölda þróunarverkefna og viðhafa lýðræðislega starfshætti i öllu starfi leikskólans.

Núna er rétti tíminn til að hugsa sér til hreyfings og taka ákvörðun um að njóta þess að vinna með mörgum öðrum kennurum!

Nánari upplýsingar gefur Agnes Gústafsdóttir skólastjóri á [email protected] eða í síma 5150930.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að menntun og uppeldi barna, taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samvinnu við deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf
  • Skapandi hugsun og metnaður í starfi
  • Sjálfstæð vinnubrögð og samstarfshæfni
  • Hæfileiki til að vera þátttakandi í lærdómssamfélagi í þróun
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt26. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Aðalþing 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar