

Íþrótta- og sundkennari óskast til starfa
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum auglýsir eftir metnaðarfullum og kraftmiklum sund- og íþróttakennara í 25% starfshlutfall, starfið hentar einkar vel samhliða námi. Gott væri að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Í Lækjarbotnum er boðið upp á samfellt skólastig 3-16 ára barna og byggir starfið á uppeldisfræði Rudolf Steiner. Jöfn áhersla er lögð á verklegt, listrænt og bóklegt nám.
Skólinn er staðsettur í Lækjarbotnum, 9 km fyrir austan Norðlingaholt í yndislegri náttúru.
· Kennsla í íþróttum og sundi samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla
· Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins
· Leyfisbréf grunnskólakennara/íþróttakennara
· Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
· Hæfni og áhugi á skólastarfi
· Góð færni í mannlegum samskiptum
· Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
· Þekking og/eða vilja til að tileinka sér waldorfuppeldisfræði
Íslenska
Enska
