

Lögfræðingur á sviði virðisaukaskatts
Deloitte Legal er framsækin og alþjóðleg lögmannsstofa sem þjónustar fjölbreyttan hóp fyrirtækja í margvíslegum atvinnugreinum á öllum helstu sviðum fyrirtækjalögfræði. Deloitte Legal er jafnframt samstarfsaðili Deloitte á heimsvísu sem samanstendur af 460.000 sérfræðingum og er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar og tengdrar þjónustu.
Deloitte Legal leitar að áhugasömum og metnaðarfullum lögfræðingi í öflugt teymi félagsins, sem samanstendur af hópi lögmanna, lögfræðinga og annarra sérfræðinga. Hjá Deloitte á heimsvísu starfa að auki yfir 2.500 lögfræðingar, sem saman stefna að því að veita framúrskarandi þjónustu.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að starfa við skattaráðgjöf á sviði virðisaukaskatts og tengdra mála, en jafnframt á öðrum sviðum skattamála.
- Úrvinnsla lagalegra álitaefna og ráðgjöf á sviði virðisaukaskatts.
- Skráningar á virðisaukaskattsskrá.
- Samskipti við stjórnvöld.
- Skattalegar áreiðanleikakannanir.
- Skjalagerð.
- Samvinna með öðrum ráðgjafateymum, hér heima og erlendis.
- Ráðgjöf við stór sem smá fyrirtæki.
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
- Þriggja ára reynsla af lögfræðistörfum á sviði virðisaukaskatts æskileg.
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði og geta til að tjá sig, í ræðu og riti.
- Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat.
- Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf.
- Styrki til foreldra.
- Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks.
- Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum.
Enska
Íslenska






