

Software Developer - Bionics | Össur
Viltu taka þátt í verkefnum með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks?
Össur er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Bionics teymið okkar tilheyrir þróunardeild, er í fararbroddi nýsköpunar, og þróar tölvustýrða gerviliði fyrir hné og ökkla. Við leitum að hæfum og metnaðarfullum hugbúnaðarverkfræðingi til að ganga til liðs við Bionics teymið í Reykjavík.
Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf í þverfaglegu og alþjóðlegu teymi sérfræðinga sem vinnur saman að hönnun og þróun hugbúnaðarlausna sem tengjast stoðtækjum okkar, allt frá hugmynd að innleiðingu.
Krafa:
-
BS gráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða skyldu námi
-
Að lágmarki 3 ára starfsreynsla í hugbúnaðarþróun
-
Góð þekking á C# og Microsoft .NET þróunarumhverfi
-
Samskiptahæfni og mjög góð enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli
-
Góður skilningur á vinnubrögðum í hugbúnaðarþróun og Agile-aðferðafræði
Reynsla af eftirfarandi er kostur:
-
Hugbúnaðarþróun með XAML og .NET þróunarumhverfi
-
iOS þróun með Xcode, Objective-C og Swift
-
Android þróun með Java eða Kotlin
-
Reynsla af þróun lækningatækja eða af starfi innan reglubundins vinnuumhverfis
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki
Enska
Íslenska











