
Sérfræðingur í Svansvottun bygginga
Ertu metnaðargjarn og skipulagður einstaklingur með reynslu af byggingariðnaði, umhverfisvottunum, gæðastjórnun og öryggismálum?
Við óskum eftir að ráða öflugan starfsmann til að hafa umsjón með kröfum Svansins og eftirlit með byggingum sem stefnt er að því að Svansvotta. Starfið felur jafnframt í sér öryggisúttektir og gæðaeftirlit.
Helstu verkefni:
-
Eftirfylgni með Svansvottun bygginga
-
Framkvæmd gæða- og öryggisúttekta á verkstað
-
Eftirfylgni með kröfum um öryggi og gæði
-
Skýrslugerð eftir úttektir
-
Samráð við Svaninn og aðra hagsmunaaðila
-
Vinna í nánu samstarfi við stjórnendur byggingaframkvæmda og gæðastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Menntun á sviði verkfræði/iðnfræði/tæknifræði
-
Þekking á gæðastjórnun er kostur
-
Reynsla af gæða- og öryggismálum í byggingariðnaði
-
Þekking á Svansvottun, umhverfisvottunum og lífsferilgreiningum er kostur
-
Skipulagshæfni, frábær samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð tölvuþekking og færni í helsta hugbúnaði sem notaður er í dag
Við bjóðum:
-
Spennandi starf
-
Tækifæri til að hafa áhrif á umhverfisvænar byggingarlausnir
-
Góðan starfsanda og sveigjanleika
-
Samkeppnishæf kjör
Um Arnarhvol:
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. hóf starfsemi um mitt ár 2017. Arnarhvoll er alhliða verktakafyrirtæki sem vinnur að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum um allt land. Félagið ætlar sér að verða leiðandi á verktakamarkaði í framtíðinni og nýta til þess bestu tækni og framleiðsluaðferðir sem völ er á. Nánari upplýsingar má finna á www.arnarhvoll.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2025 en unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veita Sigríður Sandholt ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.












