Do you want to translate non-english job information to English?
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands

Sérfræðingur í hættumati með áherslu á snjóflóð og skriður

Viltu taka þátt í að auka öryggi og áfallaþol samfélaga og byggða?

Veðurstofa Íslands leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi til að slást í hóp okkar á ofanflóðadeildinni. Ef þú hefur áhuga á hættumati og að taka þátt í spennandi rannsóknum og þróunarverkefnum, þá er þetta tækifærið fyrir þig.

Deildin sinnir mikilvægum verkefnum tengdum snjóflóðum og skriðuföllum og ber ábyrgð á faglegri þróun og stefnumótun á sviði ofanflóða. Unnið er að hættumati, líkanreikningum, vörnum gegn snjóflóðum og skriðuföllum, alþjóðasamstarfi sem og ráðgjöf og miðlun upplýsinga. Hluti starfsmanna deildarinnar sinnir einnig vöktun á ofanflóðahættu.

Þetta er krefjandi og fjölbreytt starf þar sem þú getur haft raunveruleg áhrif.

Boðið er upp á ákveðinn sveigjanleika í staðsetningu en starfið getur verið á einni af eftirfarandi starfsstöðvum Veðurstofunnar: Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað eða Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sérfræðivinna við gerð hættumats vegna ofanflóða. Miðlun upplýsinga og samtal við sveitarfélög, skipulagsyfirvöld og aðra hagsmunaaðila. Vinna við eðlisfræðilíkön, þróun hættumatsaðferða og þátttaka í rannsóknarverkefnum. Verkefnisstjórn tilgreindra verkefna eftir atvikum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði raunvísinda, verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun æskileg
  • Góð kunnátta í landupplýsingakerfum (LUK) er nauðsynleg
  • Kunnátta í forritun og reynsla af líkanreikningum er æskileg
  • Þekking á hættumati tengdu náttúruvá er kostur
  • Þekking og reynsla á notkun líkinda- og tölfræði í starfi er kostur
  • Þekking á íslenskri náttúru og áhugi á viðfangsefninu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að vinna sjálfstætt og móta flókin verkefni
  • Góð tungumálakunnátta og færni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Farsæl reynsla í verkefnastjórnun er kostur

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Advertisement published1. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Type of work
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.