Icelandair
Icelandair
Icelandair

Crew Analyst

Icelandair leitar að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við Crew Optimization & Analytics teymið innan flugrekstrarsviðs fyrirtækisins. Teymið ber ábyrgð á áætlanagerð, greiningum og framsetningu gagna á flugrekstrarsviði.

Crew Analyst ber ábyrgð á að vinna gögn og greiningar til stuðnings við skipulagningu áhafna hjá félaginu bæði til skemmri og lengri tíma. Starfið krefst samskipta þvert á deildir við hagsmunaaðila innanhúss og ytri samstarfsaðila.

Við leitum eftir metnaðarfullum og drífandi aðila. Hlutverkið hentar vel þeim sem hafa áhuga á ábyrgðarmiklu starfi í nánu samstarfi við teymi í alþjóðlegu og síbreytilegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greiningar og áætlanagerð til stuðnings við skipulagningu áhafna
  • Þróun ákvarðanatökulíkana
  • Þróun mælaborða og kynninga fyrir hagsmunaaðila
  • Yfirferð og eftirfylgni með lykilmælikvörðum
  • Samstarf og samskipti við innri og ytri samstarfsaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, tölvunarfræði, hagfræði, stærðfræði eða verkefnastjórnun
  • Sterk greiningarhæfni og kunnátta í vinnslu gagna
  • Geta til að nota greiningar til að leysa vandamál og taka ákvarðanir
  • Þekking og reynsla af vaktaskipulagi eða áætlanagerð er kostur
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður
  • Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published4. April 2025
Application deadline14. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Flugvellir 1, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Data analysisPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags