

Verkefnisstjóri í tölvuöryggi við upplýsingatæknisvið HÍ
Hefur þú áhuga á tölvuöryggi og vilt takast á við krefjandi verkefni?
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í tölvuöryggi við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið rekur mörg kerfi og eitt stærsta tölvunet landsins. Starfið býður því upp á áskoranir og tækifæri til að hafa áhrif á öryggi mikilvægra innviða. Leitað er að einstaklingi með þekkingu í tölvuöryggismálum sem vill þroskast og þróast í starfi undir leiðsögn reyndra sérfræðinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Greining og mat á öryggisógnunum og veikleikum í kerfum og netum
-
Hönnun og innleiðing öryggislausna og verklagsreglna
-
Eftirlit með öryggisatvikum og svörun við öryggisbrotum
-
Fræðsla og þjálfun starfsfólks í bestu öryggisvenjum
-
Samvinna við kerfisstjóra og forritara um innleiðingu öryggislausna í mismunandi kerfum
Hæfniskröfur
-
Þekking og reynsla í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða tengdu sviði
-
Reynsla af rekstri netþjóna (t.d. Windows Server, Linux eða Unix)
-
Þekking á gagnageymslulausnum (SAN, NAS) og netkerfum (t.d. Cisco, Fortinet, HP)
-
Þekking á netöryggi, eldveggjum og aðgangsstýringum
-
Þekking á hugmyndafræði DevOps er kostur
-
Reynsla af SIEM, IDS/IPS og öryggisprófunum er kostur
-
Kunnátta í skriftum (t.d. PowerShell, Bash, Python) er kostur
-
Þjónustulund og hæfni í samskiptum
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
-
Ferilskrá
-
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
-
Staðfest afrit af prófskírteinum
-
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 14.04.2025
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Kjærnested, [email protected]













