Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri í tölvuöryggi við upplýsingatæknisvið HÍ

Hefur þú áhuga á tölvuöryggi og vilt takast á við krefjandi verkefni?

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í tölvuöryggi við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið rekur mörg kerfi og eitt stærsta tölvunet landsins. Starfið býður því upp á áskoranir og tækifæri til að hafa áhrif á öryggi mikilvægra innviða. Leitað er að einstaklingi með þekkingu í tölvuöryggismálum sem vill þroskast og þróast í starfi undir leiðsögn reyndra sérfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining og mat á öryggisógnunum og veikleikum í kerfum og netum

  • Hönnun og innleiðing öryggislausna og verklagsreglna

  • Eftirlit með öryggisatvikum og svörun við öryggisbrotum

  • Fræðsla og þjálfun starfsfólks í bestu öryggisvenjum

  • Samvinna við kerfisstjóra og forritara um innleiðingu öryggislausna í mismunandi kerfum

Hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða tengdu sviði

  • Reynsla af rekstri netþjóna (t.d. Windows Server, Linux eða Unix)

  • Þekking á gagnageymslulausnum (SAN, NAS) og netkerfum (t.d. Cisco, Fortinet, HP)

  • Þekking á netöryggi, eldveggjum og aðgangsstýringum

  • Þekking á hugmyndafræði DevOps er kostur

  • Reynsla af SIEM, IDS/IPS og öryggisprófunum er kostur

  • Kunnátta í skriftum (t.d. PowerShell, Bash, Python) er kostur

  • Þjónustulund og hæfni í samskiptum

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ferilskrá

  • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess

  • Staðfest afrit af prófskírteinum

  • Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 14.04.2025

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Kjærnested, [email protected]

Advertisement published4. April 2025
Application deadline14. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Neshagi 16, 107 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.CiscoPathCreated with Sketch.FortinetPathCreated with Sketch.HPPathCreated with Sketch.LinuxPathCreated with Sketch.Computer securityPathCreated with Sketch.IT project managementPathCreated with Sketch.Windows
Professions
Job Tags