Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Innviðastjóri upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf innviðastjóra upplýsingatækni við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands. Innviðastjóri ber ábyrgð á rekstri og þjónustu mikilvægra upplýsingakerfa háskólans og gegnir lykilhlutverki í að móta og þróa upplýsingatækniumhverfi sem þjónar þörfum nemenda og starfsfólks innan háskólans.

Innviðastjóri hefur yfirumsjón með rekstri, stýringu og framþróun upplýsingatæknikerfa og stýrir hópi kerfisstjóra innan upplýsingatæknisviðs. Í starfinu felst náið samstarf við önnur teymi sviðsins, rannsóknarhópa og starfsfólk HÍ. Starfið snýr að skipulagningu, uppbyggingu og öryggisstýringu kerfa, þar sem samvinna og fagleg þekking skipta sköpum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stýring og forgangsröðun verkefna innan kerfisstjórahópsins

  • Rekstur og þjónusta upplýsingakerfa

  • Uppbygging og trygging öryggis gagnagrunna HÍ

  • Vinna að framþróun upplýsingatækniumhverfis fyrir rannsóknir og gagnavistun (IREI)

  • Stýring verkefna m.a. á uppbyggingu rafræns rannsóknarinnviðs (IREI)

  • Umsjón og ráðgjöf vegna gagnagrunna og tengdra kerfa innan HÍ

  • Umsjón með skilvirkni í afritun og endurheimt gagna

Hæfniskröfur

  • Reynsla af kerfisstjórn og rekstri gagnagrunna

  • B.Sc gráða í tölvunarfræði er æskileg

  • Reynsla af HPC (High Performance Computing) er kostur

  • Þjónustulund og hæfni í samskiptum

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Ferilskrá

  • Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess

  • Staðfest afrit af prófskírteinum

  • Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Upplýsingatæknisvið er til húsa í Neshaga 16. Þar er fyrsta flokks starfsaðstaða, góður matur og gott pláss. Starfsumhverfið er skemmtilegt og fjölskylduvænt. Upplýsingatæknisvið, sem og forveri sviðsins Reiknistofnun HÍ, hefur í gegnum árin verið í framvarðarsveit upplýsingatækniþróunar á Íslandi og mörg spennandi verkefni koma reglulega upp á borðið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.04.2025

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur H Kjærnested, [email protected]

Sækja um starf

Advertisement published4. April 2025
Application deadline14. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Neshagi 16, 107 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Database designPathCreated with Sketch.System architecturePathCreated with Sketch.Computer scientist
Work environment
Professions
Job Tags