Fjarskiptastofa
Fjarskiptastofa

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi 

Ert þú sérfræðingur á sviði net- og upplýsingaöryggis og hefur brennandi áhuga á að taka þátt í að tryggja öryggi mikilvægra innviða hér á landi? Þá býðst þér tækifæri til að nýta þekkingu þína og hæfni í framkvæmd eftirlits og tilstuðlan umbóta á þessu sviði.

Fjarskiptastofa leitar að sérfræðingi til að styrkja teymi sitt við framkvæmd eftirlits á fyrirbyggjandi netöryggisráðstöfunum og stjórnkerfi netöryggis, þar sem áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun og framþróun í takt við hraða þróun stafrænnar tækni. Ef þú vilt taka þátt í að tryggja öryggi samfélagsins og verða hluti af öflugu teymi sem hefur áhrif á framtíð netöryggis á Íslandi, þá er þetta starf fyrir þig.

Um er að ræða spennandi starf í öflugum og vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar sem nær til netöryggis mikilvægra innviða hér á landi. 

Starfið heyrir undir sviðsstjóra.

Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á net- og upplýsingaöryggismálum, býr yfir ríkum umbótavilja, sterkri áhættuvitund og samskiptahæfni til að taka þátt í að efla netöryggi mikilvægra innviða hér á landi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd úttekta og prófana á sviði net- og upplýsingaöryggis mikilvægra innviða, sér í lagi fjarskiptafyrirtækja og stafrænna grunnvirkja.  
  • Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum öryggisatvikum á sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjarskiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum er heyra undir eftirlit stofnunarinnar.
  • Framkvæmd almennra og sértækra áhættumata á sviði fjarskipta- og netöryggis.
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á sviði net- og upplýsingaöryggis eftir því sem við á. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Reynsla af framkvæmd úttekta, ráðgjafar eða innleiðingu gæðaskipulags á sviði net- og upplýsingaöryggis.
  • Vottun eða þekking á stöðlum á sviði stjórnskipulags upplýsingaöryggis, t.a.m. ISO 27001, er kostur.
  • Færni í að greina og meta upplýsingar er varða stafrænt öryggi. 
  • Samstarfs- og samskiptahæfileikar, jákvæðni, framsækni og heilindi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.   
Advertisement published3. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags