
Lífland ehf.
Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.
Þungamiðjan í starfi okkar er þó ekki síst mannrækt í víðustu merkingu þess orðs. Íslendingar hafa sterka þörf fyrir að komast í snertingu við uppruna sinn og náttúru landsins.
Það gildir einu hver klæðist stígvélunum - stoltur bóndi, frískleg hestakona eða fjölskyldufaðir í sumarhúsi - þau vita hvar þau standa. Lífland gefur þeim þessa jarðtengingu.
Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.
Hlutverk Líflands er að bæta árangur viðskiptavina sinna. Við viljum sjá fyrir breytingar á þörfum okkar viðskiptavina og bjóða áhugaverðustu lausnirnar fyrir þá á hverjum tíma fyrir sig.
Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík ásamt því að reka Nesbúegg. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Borgarbraut Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi.

Lífland leitar að öflugum aðila í rekstur tölvukerfa
Lífland leitar að öflugum aðila í rekstur og þróun tölvukerfa
Við hjá Líflandi leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í áframhaldandi þróun og rekstri tölvukerfa fyrirtækisins. Starfið felur í sér náið samstarf við framkvæmdastjóra og stjórnendur fyrirtækisins með það að markmiði að tryggja að upplýsingatæknikerfi og stafrænar lausnir styðji sem best við daglega starfsemi og framtíðaruppbyggingu.
Helstu verkefni:
- Aðstoð við stjórnun og eftirfylgni verkefna sem tengjast upplýsingatækni og tölvukerfum
- Þátttaka í þróun og innleiðingu nýrra lausna, t.d. í tengslum við Dynamics 365 Business Central og aðra innviði
- Samvinna við þjónustuaðila og ráðgjafa sem koma að rekstri og þróun kerfa
- Greining á þörfum starfsfólks og mótun lausna í samráði við lykilnotendur
- Þátttaka í að skilgreina ferla og skjala verklag sem tengist upplýsingatæknimálum
Hæfniskröfur:
- Reynsla af upplýsingatækniverkefnum og/eða kerfisstjórnun, sérstaklega tengt ERP-kerfum er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta og skilningur á samspili tækni og rekstrar
- Frumkvæði, skipulagshæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Góð samskiptafærni og þjónustulund
- Menntun á sviði upplýsingatækni er æskileg
Við bjóðum:
- Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á þróun tölvukerfa í rótgrónu og spennandi fyrirtæki
- Fjölbreytt verkefni
- Gott starfsumhverfi og öflugan hóp samstarfsfólks
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í áframhaldandi vexti og þróun Líflands, þá viljum við heyra frá þér!
Advertisement published7. April 2025
Application deadline21. April 2025
Language skills

Required
Location
Brúarvogur 1-3 1R, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
AGR DynamicsMicrosoft Dynamics 365 Business CentralPower BI
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Research Intern
Nox Medical

Hugbúnaðarsérfræðingar á Tæknisviði
Skatturinn

Sérfræðingur í gagnagrunnum á Tæknisviði
Skatturinn

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Fjarskiptastofa

Technical Success Manager
Aftra

Summer job: Customer Success Engineer
50skills

Technical Support Specialist
Nox Medical

Áhættustýring Deloitte (Financial Risk)
Deloitte

Associate Web Developer
CCP Games

Automation Engineer
CCP Games

Menningar- og þjónustusvið - Kerfisstjóri
Reykjanesbær

Senior Software Engineer
Bókun / Tripadvisor