
Sérfræðingur í gagnagrunnum á Tæknisviði
Skatturinn er framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Leitað er að sérfræðingi sem elskar gögn og hefur brennandi áhuga á að vinna með þau. Sérfræðingur í gagnagrunnum mun taka þátt í hönnun, þróun og viðhaldi gagnagrunnskerfa og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Helstu verkefni og ábyrgð eru hönnun og þróun gagnagrunnskerfa, greining og útfærsla á gagnavinnslulausnum, viðhald og uppfærsla á gagnagrunnum, samstarf við þróunarteymi og önnur svið til að tryggja gæði gagna og skilvirkni ferla og lausn flókinna viðfangsefna sem tengjast gögnum og gagnavinnslu.
-
Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
-
Reynsla af hönnun, þróun og viðhaldi gagnagrunna
-
Reynsla af vinnu með stór gagnasöfn og geta til að vinna með flóknar gagnaskipanir
-
Hæfni til að koma upplýsingum og gögnum fram á skýran hátt
-
Fáguð framkoma og góð samskiptafærni
-
Jákvæðni og rík þjónustulund
-
Skipulögð, nákvæm, vandvirk og sjálfstæð vinnubrögð
-
Frumkvæði og metnaður
-
Geta til að vinna undir álagi og í teymi
-
Góð hæfni til að miða upplýsingum í minni og stærri hópa
-
Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Vilji til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
-
Hreint sakavottorð
· 36 klukkustunda vinnuvika
· Sveigjanlegur vinnutími og stuðningur til að vaxa í starfi
· Frábært mötuneyti og líkamsræktaraðstöð
· Samgöngustyrkur











