

Vélahönnuður - Verkfræðideild
Við hjá VHE erum á spennandi tímum! Vegna blómlegra verkefna þurfum við að stækka okkar teymi og leitum að skapandi og lausnarmiðuðum vélahönnuðum sem geta unnið sjálfstætt og hafa ríka þjónustulund.
Hvað bjóðum við?
Þetta er fullt starf á hvetjandi vinnustað með fjölskylduvænum aðstæðum, þar sem veitt er möguleiki á persónulegri og faglegri þróun. Við erum stolt af okkar vinnuumhverfi þar sem mikill stígandi hefur verið í bæði vexti og þróun.
Verkfræðideild okkar hefur skapað sér sterkan sess í hug- og vélbúnaðarþróun í iðntengdum verkefnum. Hér færðu tækifæri til að auka sjálfstæði þitt, nýta drifkraftinn þinn, og koma með frumlegar lausnir sem hafa raunveruleg áhrif.
Markmið okkar um sjálfbærni:
Við erum að fikra okkur meira og meira inn á sviði sjálfbærni, og viljum styrkja okkur í þessari vegferð. Við leitum að starfsmönnum sem deila þessari sýn, og vilja vera hluti af jákvæðri breytingu í iðnaðinum.
Hæfni- og menntunarkröfur:
- Háskólamenntun í hönnun vélbúnaðar (Vélaverkfræði, véliðnfræði eða sambærilegt).
- Þekking og reynsla af hönnun og uppsetningu á vélum og vélbúnaði í iðnaði.
- Íslenska og góð enskukunnátta.
- Sjálfstæði í starfi.
- Áhugi á fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.
Við viljum sýna fram á mikilvægi fjölbreytileika!
Öll kyn eru hvött til að sækja um auglýst störf hjá okkur, þar sem við trúum á að fjölbreytileiki skapi betri lausnir. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar með fullum trúnaði.
Komdu og vertu hluti af öflugu teymis þar sem þín rödd verður heyrð!
Mötuneyti á staðnum, niðurgreidd máltíð
Heilsustyrkur
Fræðslustyrkur
Sveigjanlegur vinnutími













