

Sérfræðingur í skráningum
Sérfræðingur í skráningum er hluti af þróunarsviði og styður við vöxt Kerecis. Sérfræðingurinn vinnur að nýskráningum. Starfið felur í sér skrif á tækniskjölum, ráðgjöf í tengslum við þróunarverkefni og samantekt skráningargagna fyrir nýjar vörur. Kostur er að hafa reynslu af EU-MDR eða 510k.
Hefur þú roð við okkur?
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja innvortis vef eftir skurðaðgerðir og slys.
Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og í Bandaríkjunum.
Sáraroðið Kerecis á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.
- Undirbúa og senda inn 510(k) umsóknir til FDA
- Skrifa tækniskjöl
- Tekur þátt í þróunarverkefnum
- Samvinna með klínískum sérfræðingum
- Þekking á reglugerðum varðandi skráningu lækningatækja
- Háskólagráða á viðeigandi vísindasviði (verkfræði eða skylt svið)
- Reynsla af skráningarvinnu á lækningavörum er kostur
- Góð samskiptahæfni













