
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Verkefnastjóri í eignadeild
Kópavogsbær óskar eftir dugmiklum og drífandi verkefnastjóra ástandsskoðunar fasteigna og eftirlits, með áherslu á lagna- og tæknikerfi. Í starfinu felst einnig umsýsla með fasteignum í eigu Kópavogsbæjar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ástandsskoðun lagna-, raf- og tæknikerfa
- Gerð og rýni útboðsgagna ásamt kostnaðareftirliti útboðverkefna og viðhaldsverkefna.
- Gerð viðhaldsáætlana og skráninga viðhaldsbeiðna og eftirfylgni með verkum
- Kostnaðareftirlit með verktökum, rýni reikninga og gæðaeftirlit
- Skráning gagna í viðhaldsforrit, ástandsskoðanir og skjalavistunarskrár
- Eftirlit með öryggiskröfum og verkferlum verktaka.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tæknimenntun á háskólastigi
- Reynsla af umsjón með viðhaldi tæknikerfa æskileg.
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Góð tölvukunnátta
- Áhugi á að þróa nýtt starf í stóru sveitarfélagi
- Þekking á teikniforritum æskileg
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published11. April 2025
Application deadline2. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Áhættustýring Deloitte (Financial Risk)
Deloitte

Sérfræðingur á samningasviði
Sjúkratryggingar Íslands

Vélahönnuður - Verkfræðideild
VHE

Forstöðumaður framkvæmda
Sveitarfélagið Skagafjörður

Sérfræðingur í skráningum
Kerecis

Hugbúnaðarsérfræðingar á Tæknisviði
Skatturinn

Sérfræðingur í gagnagrunnum á Tæknisviði
Skatturinn

Jarðtæknisérfræðingur
COWI

Verkefnastjóri nýframkvæmda
Reitir

HH hús óskar eftir að ráða Smiði til starfa
HH hús

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus

Sérfræðingur í vatnamálum
Umhverfis- og orkustofnun