COWI
COWI

Jarðtæknisérfræðingur

(English version below)

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Langar þig að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.

Við hjá COWI á Íslandi leitum að sérfræðing í jarðtækni til að styrkja teymi okkar í Water & Geotech. Í deildinni starfa sérfræðingar á öllum aldri með ólíkan bakgrunn. Í starfinu munt þú vinna að fjölbreyttum verkefnum við jarðtæknirannsóknir, jarðgrunnsrannsóknir og hönnun.

  • Umsjón með jarðtæknirannsóknum fyrir flestar gerðir mannvirkja líkt og húsbyggingar, vegi, göng, brýr, veitur, stíflur, orkumannvirki, hafnir, flugvelli og iðnaðarlóðir
  • Umsjón með jarðgrunnsrannsóknum, jarðtæknilegri hönnun og viðeigandi skýrslugerð (GIR og GDR skýrslur)
  • Eftirlit með margvíslegum jarðvinnuframkvæmdum
  • Aðstoð við mat á umhverfisáhrifum
  • Ýmiss konar ráðgjöf og hönnun tengd jarðtækni

Hæfnikröfur

Færni þín er lykillinn að velgengni okkar. Við vinnum þvert á landamæri og fræðigreinar og deilum þekkingu og byggjum upp sterk tengsl við samstarfsfólk og viðskiptavini. Til að ná árangri í þessari stöðu teljum við að þú þurfir að vera jákvæður einstaklingur sem getur unnið sjálfstætt sem og leiðbeint samstarfsfólki.

Þar til viðbótar er eftirtalið æskilegt:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði jarðtækni er kostur
  • Starfsreynsla í jarðtæknirannsóknum, jarðgrunnsrannsóknum og hönnun er kostur.
  • Kunnátta og hæfni í CAD, Microstation, Geostudio og öðrum sambærilegum forritum er kostur
  • Reynsla af landmælingum er kostur
  • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfni, þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð. /

Vinnustaður og svo miklu meira

Við hjá COWI, í samstarfi við viðskiptavini okkar, stuðlum að sjálfbærum heimi þar sem fólk og samfélög fá að vaxa og dafna. Við gerum það með því að nýta þekkingu okkar, forvitni og hugrekki til að finna lausnir til að skapa betri heim. Við höfum sett okkur það markmið að stuðla að sjálfbærri þróun í öllum okkar verkefnum.

Skrifstofur COWI eru staðsettar í 35 löndum víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Norður-Ameríku og Asíu. Hjá okkur starfa um 8.000 aðilar, að meðtöldum 250 einstaklingum á Íslandi, sem búa yfir sérþekkingu í verkfræði, arkitektúr, orku- og umhverfismálum.

Við bjóðum líka uppá

  • Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð
  • Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrki
  • Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum
  • Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi
  • Starfsþróunarmöguleika innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræna þjálfun hjá COWI Academy
  • Árlegt heilsufarsmat

Fögnum fjölbreytileikanum og öll velkomin

Við erum staðráðin í því að skapa góða vinnustaðamenningu og gott vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk upplifir sig sem hluta af COWI og við fáum öll tækifæri til að vaxa og dafna. Við styðjum fjölbreytileika í ákvörðunum og í samsetningu teyma. Við erum með jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um sem fyrst þar sem við munum reyna að vinna umsóknir jafnóðum eins og hægt er. Kostur er ef þú getur byrjað sem fyrst.

______________________________________________________________

English version

Do you want to become part of an international company and take on interesting projects? Would you like to develop in your work within a diverse group of experts? Then we encourage you to learn more about the job below.

At COWI Iceland, we are looking for a geotechnical specialist to strengthen our Water & Geotech team. The department employs experts of all ages with different backgrounds. In the job, you will work on a variety of projects in geotechnical research, bedrock research and design.

  • Supervision of geotechnical research for most pes of structures such as house construction, roads, tunnels, bridges, utilities, dams, energy infrastructure, ports, airports and industrial sites.
  • Supervision of geotechnical research for most types of structures such as house construction, roads, tunnels, bridges, utilities, dams, energy infrastructure, ports, airports and industrial sites.
  • Supervision of various earthworks projects.
  • Assistance with environmental impact assessments.
  • Various consulting and design related to geotechnical engineering.

Qualifications

Your skills are the key to our success. We work across borders and disciplines, we share knowledge and build strong relationships with colleagues and customers.

To succeed in this position, we believe that you should be positive individual who can work independently as well as mentor colleagues.

Desirable additional qualifications:

  • Relevant degree for the position. Education in the field of geotechnical engineering is an advantage.
  • Work experience in geotechnical research, bedrock research and design is an advantage.
  • Proficiency in CAD, Microstation, Geostudio and other similar programs is an advantage.
  • Experience in surveying is an advantage.
  • Initiative in work, organizational skills, service-mindedness and independent work methods.

A place to work and so much more

At COWI, we work together with our customers to shape a sustainable and liveable world. We do it by applying our knowledge and curiosity – and sometimes even our courage – to create the solutions the world needs today to enable a better tomorrow. That is why we say no to fossil-based projects and aspire to have 100% of our revenue come from activities that move our customers toward sustainability.

We value differences and development and cultivate an environment of belonging and having fun. Because that is what brings out the best in you, at work and at home.

With offices primarily located in the Nordic region, the UK, North America and India, we are currently more than 8,000 people including 250 individuals in Iceland, who bring their expertise in engineering, architecture, energy and environment into play.

What we also offer:

  • Flexible working hours and Hybrid working conditions
  • Canteen with breakfast, lunch and afternoon snacks
  • Commuting and Physical Activity Stipends
  • Employee association with diverse sections and events
  • Additional payment during maternity / parternity leave
  • Internal mobility within COWI, personalized development plans and online trainings with COWI Academy
  • Yearly health check up

We celebrate diversity and everyone is welcome

We are committed to creating a good workplace culture and a good working environment where all employees feel part of COWI and we all have the opportunity to grow and prosper. We support diversity in decision-making and in the composition of teams. We have received the equal pay certification according to the equal pay standard ÍST 85:2012.

We encourage those interested to apply as soon as possible as we will try to process applications as soon as possible. An advantage is if you can start as soon as possible.

Advertisement published11. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags