Skatturinn
Skatturinn

Hugbúnaðarsérfræðingar á Tæknisviði

Skatturinn er framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leitað er að lausnarmiðuðum hugbúnaðarsérfræðingum með brennandi áhuga á rafrænum lausnum, gögnum og greiningum. Á tæknisviði Skattsins sinna frábærir sérfræðingar fjölbreyttum verkefnum sem miða að liprum og öruggum stafrænum samskiptum við almenning. Störfin fela í sér þátttöku í greiningu og hönnun hugbúnaðarlausna, þróun og rekstur á upplýsingakerfum Skattsins, samskipti við samstarfsaðila vegna daglegra verkefna tengt tolla og skattframkvæmd og verkefni tengd hinum ýmsu sviðum upplýsingatækni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum

  • Reynsla af stjórnun verkefna á sviði upplýsingatækni

  • Þekking á opinberri stjórnsýslu, tolla- og skattframkvæmd er kostur

  • Þekking á helstu forritunarmálum er kostur

  • Hæfni til að koma upplýsingum og gögnum fram á skýran hátt

  • Fáguð framkoma og góð samskiptafærni

  • Jákvæðni og rík þjónustulund

  • Skipulögð, nákvæm, vandvirk og sjálfstæð vinnubrögð

  • Frumkvæði og metnaður

  • Geta til að vinna undir álagi og í teymi

  • Góð hæfni til að miða upplýsingum í minni og stærri hópa

  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Vilji til að læra og tileinka sér nýja þekkingu

  • Hreint sakavottorð

Fríðindi í starfi

·              36 klukkustunda vinnuvika

·              Sveigjanlegur vinnutími og stuðningur til að vaxa í starfi

·              Frábært mötuneyti og líkamsræktaraðstöð

·              Samgöngustyrkur

Advertisement published11. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Katrínartún 6
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags