Advania
Advania
Advania

Verkefnastjóri viðskiptakerfa

Langar þig að vinna í öflugum hópi með mörgum af helstu fyrirtækjum landsins?

Vegna aukinna verkefna leitum við að kraftmikilli, úrræðagóðri og metnaðarfullri manneskju í starf verkefnastjóra viðskiptakerfa. Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnuumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Starfssvið

Verkefnastjóri sér um skipulagningu og stjórnun verkefna í samstarfi við viðskiptavini, miðlar stöðu og framvindu, ásamt því að annast gerð greininga og verkáætlana. Verkefnastjóri sinnir samskiptum við starfsfólk og viðskiptavini, tryggir afhendingu afurða og gæði þeirra. Verkefnastjóri sér einnig um samskipti við birgja og aðra samstarfsaðila sem tengjast verkefnum.

Viðskiptalausnir

Innan Viðskiptalausna starfa yfir 140 sérfræðingar við verkefni tengd viðskiptakerfum og stafrænni umbreytingu íslenskra fyrirtækja. Við veitum framúrskarandi þjónustu sem er byggð á djúpri þekkingu á viðskiptakerfum og ferlum. Verkefnastjóri heyrir beint undir forstöðumann Dynamics 365 F&O.

Starfið gæti hentað þér ef þú:

  • Hefur háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, verkefnastjórnunar, viðskiptafræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi
  • Hefur reynslu af verkefnastýringu
  • Býrð yfir leiðtogafærni og teymishugsun
  • Ert fær í skipulagningu og forgangsröðun verkefna
  • Hefur góða samskiptafærni
  • Ert drífandi og árangursmiðuð/aður
  • Hefur reynslu af Dynamics 365 eða öðrum viðskiptakerfum
  • Hefur skilning á þörfum mismunandi atvinnugreina, viðskiptavina og notenda í tækni

Að auki er mikill kostur ef þú:

  • Hefur reynslu af verkefnastýringu í innleiðingu viðskiptakerfa
  • Hefur meistaragráðu í Verkefnastjórnun eða IPMA
Advertisement published11. April 2025
Application deadline24. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hvannavellir 14, 600 Akureyri
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags