
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 15 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Ert þú skemmtilegur lögfræðingur?
Við leitum að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og umfram allt skemmtilegum lögfræðingi til að stíga dansinn með okkur í teyminu sem ber ábyrgð á sjálfbærnimálum Nova, Nova-kúltúrnum og öryggismálum.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni og náin samskipti við öll svið innan Nova.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðiráðgjöf til allra sviða Nova
- Samninga- og skjalagerð og rýni samninga
- Verkefnastjórn verkefna tengdum sjálfbærnivegferð Nova
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistargráða í lögfræði, eða að útskrifast með meistaragráðu vorið 2025
- Martæk starfsreynsla kostur
- Góð þekking og áhugi á regluverki tengdu persónuvernd kostur
- Góð þekking og áhugi á regluverki tengdu sjálfbærnimálum kostur
- Framúrskarandi hæfni til að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð
Advertisement published11. April 2025
Application deadline25. April 2025
Language skills

Required
Location
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsIndependence
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri viðskiptakerfa
Advania

Löglærður fulltrúi
Landslög slf.

Verkefnastjóri á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll
Ungmennafélagið Fjölnir

Project Manager – Finance and Contractual
atNorth

Legal Officer Competition CSA
EFTA Surveillance Authority

Sérfræðistarf á Þjónustu- og upplýsingasvið
Skatturinn

Sérfræðistörf á Eftirlits- og rannsóknasviði
Skatturinn

Ráðgjafi í kjaradeild
Sameyki

Sérfræðistörf á Álagningarsviði
Skatturinn

Lögfræðingur - Festi hf.
Festi

Lögfræðingur
Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Verkefnisstjóri doktorsnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands