Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnisstjóri doktorsnáms

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra við nemendaþjónustu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið skiptist í 60% umsjón með doktorsnámi og 40% umsjón með öðrum verkefnum innan nemendaþjónustunnar. Verkefnisstjóri sinnir aðstoð við nemendur og kennara sviðsins, hefur umsjón með doktorsnámi sviðsins, vinnur náið með öðrum verkefnisstjórum og er í samskiptum við bæði innlenda og erlenda háskóla og stofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón, utanumhald og eftirfylgni með doktorsnámi á sviðinu
  • Þjónusta, ráðgjöf og upplýsingamiðlun til nemenda og kennara
  • Umsjón með umsóknum, námsferlum og vörnum doktorsnema
  • Umsýsla og samskipti við andmælendur vegna doktorsvarna
  • Þátttaka í þróun verkferla doktorsnáms
  • Umsjón með nemendatengdum viðburðum í doktorsnámi
  • Þátttaka í öðrum verkefnum á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur
  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Reynsla og/eða þekking af verkefnastjórnun er kostur
  • Þjónustulund, samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
  • Skipulagsfærni, góð yfirsýn og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í bæði ræðu og riti
Advertisement published9. April 2025
Application deadline25. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Dunhagi 5, 107 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags