

Forstöðumaður bókasafns / skjalavarsla
Um er að ræða nýja stöðu í nýju ráðhúsi og mun viðkomandi starfsmaður móta starfið í góðri samvinnu við sveitarstjóra. Starfsmaðurinn verður forstöðumaður bókasafns og sinnir jafnframt afgreiðslu og símsvörun fyrir Ráðhús Hrunamannahrepps sem er á sama stað. Í starfinu felst einnig almenn skjalavarsla og undirbúningur og frágangur vegna sveitarstjórnarfunda í samvinnu við sveitarstjóra.
Umsjón með rekstri Bókasafns Hrunamanna. Móttaka, afgreiðsla og símsvörun bæði bókasasfns og ráðhúss. Almenn skjalavarsla og undirbúningu og frágangur vegna sveitarstjórnarfunda.
Óskað er eftir skipulögðum aðila með menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af skjalavörslu og/eða starfi á bókasafni er æskileg
Góð tungumálakunnátta er kostur og góð tölvukunnátta er skilyrði.
Krafa er gerð um ríka skipulagshæfileika.
Góðir samskiptahæfileikar og frumkvæði í starfi er skilyrði













