

Aðstoðarmaður lögmanna
Lögmannsstofan Bótaréttur leitar að aðstoðarmanni lögmanna. Starfið felur í sér að aðstoða lögmenn stofunnar við innheimtu slysa- og skaðabóta, m.a. að eiga samskipti við viðskiptavini, heilbrigðisstarfsmenn, stofnanir og tryggingafélög.
Leitað er að einstaklingi með góða tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í samstarfi við aðra og vera tilbúinn að gefa af sér og falla þar með vel inn í samheldinn og drífandi starfsmannahóp stofunnar.
Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti við viðskiptavini/stofnanir.
Gagnaöflun.
Aðstoð við skjalagerð.
Aðkoma og vinnsla slysamála
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
Frumkvæði og metnaður í starfi.
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
Góð almenn tölvukunnátta.
Gott vald á íslensku og ensku.
Þjónustulund, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.













