Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Þroskaþjálfi / atferlisráðgjafi - Való

Valhúsaskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða atferlisráðgjafa fyrir komandi skólaár. Viðkomandi aðili er viðbót við góðan hóp starfsmanna í stoðþjónustu skólans. Við leitum eftir samviskusömum, glöðum og duglegum aðila sem vinnur vel í hóp og er tilbúinn að mæta nemendum okkar á þeim stað sem þau eru.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita nemendum með sérþarfir þjálfun, leiðsögn og stuðning
  • Vinna með félagsfærni og aðlaga námefni og námsaðstæður
  • Vinna að gerð sjónræns skipulags fyrir nemendur
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskráa í samstarfi við kennara og deildarstjóra
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna eftir uppeldis- og samskiptastefnu skólans, Uppeldi til ábyrgðar
  • Skýr skuldbinding gagnvart stefnu og áherslum skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH)
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
Advertisement published11. April 2025
Application deadline25. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Developmental counselor
Professions
Job Tags