Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri leikskóla, fullt starf

Við þurfum á góðu fólki að halda til að koma til liðs við okkar frábæra hóp!

Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi, ýmsum viðbótarkjörum og styttingu vinnuvikunnar.

Óskað er eftir aðila sem er tilbúin til að taka þátt og þróa starfið og vera um leið hluti af heildarsýn skólans og því faglega starfi sem þar fer fram

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta

Helstu verkefni:

  • Stjórnun og skipulagning
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Fylgist með að deildin sé búin nauðsynlegum uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
  • Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  • Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published11. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Ambition
Professions
Job Tags