Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð

Tónlistarkennari/kórstjóri á Hólmavík

Dreymir þig um hæglátan lífstíl? Fallega náttúru og að tilheyra í litlu samfélagi?

Tónskólinn á Hólmavík auglýsir eftir tónlistarkennara og deildarstjóra með hæfileika til að kenna á fjölbreytt hljóðfæri, sinna undirleik, kenna tónfræði og tónmennt á yngsta stigi. Ásamt stjórnun barnakórs og hljómsveitar eldri nemenda.

Tónskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn-, leik- og tónskóli og er vel búinn hljóðfærum, staðsettur í Grunnskólanum á Hólmavík. Kennt hefur verið á eftirfarandi hljóðfæri: blokkflautur, þverflautur, píanó, gítar, bassi, ukulele, fiðlur, trommur, trompet og saxófón.
Áhersla er lögð á fjölhæfni í hljóðfæraleik, samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum.

Jafnframt er auglýst eftir organista og kórstjóra fyrir Hólmavíkurprestakall en um aukastarf er að ræða sem greitt er fyrir í verktöku.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum grunnskólaaldri á fjölbreytt hljóðfæri
  • Einnig þarf viðkomandi að geta leikið undir með nemendum skólans
  • Kostur er ef viðkomandi getur kennt á mörg hljóðfæri og tónfræðigreinar, stjórnað barnakór og hljómsveit og kennt tónmennt
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
  • Áhugi og frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published16. April 2025
Application deadline6. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Basic skills
Location
Brunngata 2, 510 Hólmavík
Type of work
Professions
Job Tags