Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Kennarar á unglingastig - Való

Valhúsaskóli auglýsir eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2025-2026.

Starfshlutfall er 50-100% og ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2025.

Auglýst er eftir kennurum í 50%-100% starfshlutfall í kennslu og umsjón á unglingastigi.

Við erum að leita að:

· stærðfræðikennara

· íslenskukennara

· enskukennara

· dönskukennara

· þemakennara (samþætting náttúrufræði og samfélagsfræði)

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast faggreinakennslu og umsjón á unglingastigi í samráði við samkennara og skólastjórnendur.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk skólans
  • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Vinna eftir uppeldis- og samskiptastefnu skólans, Uppeldi til ábyrgðar
  • Skýr skuldbinding gagnvart stefnu og áherslum skólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
  • Skipuleggja nám og kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og samstarfskennara
  • Vinna í teymi með öðrum kennurum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Menntun og hæfni til kennslu á unglingastigi
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Kennslureynsla í grunnskóla æskileg
  • Góð tölvukunnátta
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Faglegur metnaður og áhugi á skólaþróun
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
Advertisement published11. April 2025
Application deadline25. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Teacher
Professions
Job Tags