
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Félagsráðgjafi á fjölskyldusvið
Við leitum að áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum verkefnum á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar. Í sveitarfélaginu er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf.
Félagsráðgjafi á fjölskyldusviði vinnur í samstarfi við aðra starfmenn á sviðinu og sinnir öllum málaflokkum teymisins s.s. barna, ungmenna og fjölskyldna, einstaklingum 18 ára og eldri, eldra fólks, fatlaðs fólks, flóttafólks, innflytjenda og annarra viðkvæmra málaflokka.
Um er að ræða 100% stöðu.
Í sveitarfélaginu Fjarðabyggð búa um 5.500 íbúar.
Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Er ráðgjafi og fer með ábyrgð á einstaklings- og fjölskyldumálum sem sækja um fjárhagsaðstoð eða félagslega ráðgjöf.
- Þátttaka í umbótastarfi út frá stefnu sveitarfélagsins, félagsþjónustulögum, lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lögum um málefni fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
- Málstjórn í samþættri þjónustu í þágu farsældar barna.
- Barnaverndarmál.
- Þátttaka í ýmiskonar teymisvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi sem félagsráðgjafi skilyrði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur.
- Þekking og reynsla af starfi í þeim málaflokkum sem taldir voru upp hér að ofan er æskileg.
- Reynsla og þekking á meginverkefnum velferðarþjónustu er æskileg.
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi er nauðsynlegt.
- Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu er mikilvæg.
- Þekking á kerfunum Onecrm, Office365 og fjárhagsaðstoðarkerfi sveitarfélaganna (Veitur) er kostur.
Advertisement published9. April 2025
Application deadline1. May 2025
Language skills

Required
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (39)

Aðstoðarmatráður við leikskólann Eyrarvelli í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Starfsmaður í heimaþjónustu - sumarafleysing
Fjarðabyggð

Þjónustufulltrúi fjölskyldusviðs
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Kennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Kennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Skólaliðar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Forstöðumaður frístundar við Nesskóla
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Raungreinakennari við Nesskóla
Fjarðabyggð

Kennari fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál, ÍSAT
Fjarðabyggð

Skólaritari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Tungumálakennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

List- og verkgreinakennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Deildarstjóri við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Sérkennari við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Kennari við Nesskóla
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í Nesskóla
Fjarðabyggð

Deildarstjóri stoðþjónustu við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Náttúrugreinakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Tungumálakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Aðstoðarskólastjóri við Eskifjarðaskóla
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Dalborg, Eskifjörður
Fjarðabyggð

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Fjarðabyggð

Deildarstjóri, Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Íþróttakennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð
Similar jobs (12)

Ráðgjafar VIRK í Reykjavík
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Laus störf við Víkurskóla
Mýrdalshreppur

Yfirþroskaþjálfi / deildarstjóri á skammtímadvöl fyrir fatlað fólk - Hnotuberg
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Þroskaþjálfi / atferlisráðgjafi - Való
Seltjarnarnesbær

Ráðgjafi í kjaradeild
Sameyki

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar

Hey! Laust sumarstarf í skemmtilegum íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérkennslustjóri óskast til starfa - Leikskólinn Bakkakot
LFA ehf.

Sálfræðingur í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Félagsráðgjafi í barnavernd/félagsþjónustu
Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings