

Aðstoðarmatráður við leikskólann Eyrarvelli í Neskaupstað
Eyrarvellir er 8 deilda leikskóli með 6 starfrækar deildar og dvelja þar um 100 börn og starfa um 32 starfsmenn. Leikskólinn er skipaður skemmtilegu og metnaðarfullu fagfólki. Eyrarvellir vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Leikskólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.
· Almenn störf í mötuneyti, bakstur, þrif og að farið sé eftir matseðlum sveitafélagsins.
· Ber ábyrgð á uppvaski, daglegum þrifum og frágangi eftir matagerð.
· Heldur þvottahúsi, búri sem og kaffistofu starfsmanna snyrtilegu.
· Er staðgengill yfirmatráðs í fjarveru hans.
· Sjálfstæði í vinnubrögðum.
· Frumkvæði og skipulagshæfni.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Góð íslenskukunnátta




















































