

Aðstoðarskólastjóri við Eskifjarðaskóla
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Eskifjarðarskóla skólaárið 2025- 2026. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst n.k.
Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf í skólanum.
Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstakling sem er tilbúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.
Einkunnarorð skólans eru: Áræði, færni, virðing og þekking.
Lögð er áhersla á skemmtilegt og skapandi skólastarf, leiðsagnarnám, samvinnu og sameiginlega ábyrgð ekki síst í stjórnendateymi.
- Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur.
- Er staðgengill skólastjóra.
- Tekur þátt í þróun skólastarfsins og mótun skólastefnunnar í samræmi við lög og reglugerðir sem og Aðalnámskrá grunnskóla.
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans.
- Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
- Skipuleggur og vinnur að starfsþróun starfsmanna í samráði við skólastjóra.
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.
- Umsækjandi skal hafa starfsheitið grunnskólakennari
- Viðbótarmenntun og stjórnunarreynsla er æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði
- Góð íslenskukunnátta er áskilin
















































