Reykhólahreppur
Reykhólahreppur
Reykhólahreppur

Reykhólaskóli auglýsir eftir leikskólakennurum

Reykhólaskóli auglýsir eftir leikskólakennara og deildarstjóra leikskóla í 100% störf

Viltu starfa í jákvæðu og styðjandi starfsumhverfi þar sem nýjar hugmyndir fá að blómstra og starfsmenn fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum í að byggja upp öflugt og faglegt skólastarf?

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri

●      Að vinna að uppeldi- og menntun samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.

●      Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá og skólastefnu Reykhólahrepps.

●      Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntastarfi.

●      Stjórnun, skipulagning, mönnun og mat á starfi deildarinnar í samráði við skólastjóra.

●      Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.

●      Að bera ábyrgð á foreldrasamstarfi.

●      Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.

Leikskólakennari 

Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.

  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.

  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.

  • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

●      Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.

●      Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum.

●      Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.

●      Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum.

●      Reglusemi og samviskusemi.

●      Góð íslenskukunnátta.

Fríðindi í starfi
  • Ókeypis fæði á vinnutíma
  • Metnaðarfullt starfsumhverfi
  • Flutningstyrkur
  • Skóladagatalið er samræmt við skóladagatal grunnskólans. Leiksólinn er m.a. lokaður í sex vikur á sumrin og í páska- og jólafríi Reykhólaskóla
  • Árskort í Grettislaug Reykhólum
Advertisement published2. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Reykhólaskóli
Type of work
Professions
Job Tags