Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði

Lyngholt er 90 nemenda skóli sem skiptist á sex deildir. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Skólinn er staðsettur í nýlegu húsnæði við Heiðarveg. Grunnskóli Reyðarfjarðar er í næsta nágrenni við skólann og á milli stofnana er mikið og gott samstarf. Lyngholt vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og uppeldisstefnu Fjarðabyggðar.
  • Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi leikskólans og ber ábyrgð á deildarstarfi.
  • Deildarstjóri annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
  • Deildarstjóri hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Deildarstjóri ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu í leikskóla. (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Þekking á uppeldisstefnum Fjarðabyggðar er æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum sem og hæfnii í mannlegum samskiptum, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • Starfsmenn fá greiðslur fyrir að matast með börnum.
  • Vinnutímastytting, er hægt að taka út daglega, vikulega, mánaðarlega eða safna í lengri frí.
  • Sex skipulagsdagar eru á ári.
Advertisement published23. April 2025
Application deadline13. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (25)