
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Hey! Laust sumarstarf í skemmtilegum íbúðakjarna
Íbúðakjarninn Rangársel 16-20 óskar eftir starfsfólki í skemmtilegt og krefjandi starf í sumar með fólki með þroskaskerðingu og skildar raskanir. Leitast er eftir að skapa jákvætt og heilsueflandi starfsmannaumhverfi sem skilar sér í þjónustu við íbúa.
Tekið er vel á móti nýju starfsfólki og fá allir aðlögunartíma. Unnið er eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf, þjónandi leiðsögn og Bjargráðakerfinu Björg.
Starfshlutfall er samkomulag um fullt starf eða hlutastarf og staðan er laus strax eða í sumar. Íbúakjarninn Rangársel 16-20 er sólahringsheimili og um er að ræða vaktavinnu dag-, kvöld- og helgarvaktir og viðkomandi þarf að geta unnið allar vaktir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
- Að sinna umönnun og vera vakandi fyrir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
- Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
- Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Gilt ökuskírteini.
Fríðindi í starfi
Sund- og menningarkort borgarinnar, samgöngustyrkur
Advertisement published10. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Clean criminal recordDriver's licence
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (9)

Stuðningsfulltrúi óskast í sumarstarf með börnum og ungmennu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi sumarstarf fyrir stuðningsfulltrúa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Forstöðumaður - Heimili fyrir börn Móvaði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í Liðsaukanum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf í íbúðakjarna í Þorláksgeisla
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljakot
Leikskólinn Seljakot

Símsvörun - þjónustuver
Teitur

Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin

Óska eftir NPA aðstoðarfólki í 100% stöður
NPA miðstöðin

Sumarafleysingar á Selfossi
NPA Setur Suðurlands ehf.

Þroskaþjálfi / atferlisráðgjafi - Való
Seltjarnarnesbær

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara - Sléttuvegur
Hrafnista

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi
NPA miðstöðin

Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
NPA miðstöðin

Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á vaktir
NPA miðstöðin

Forstöðumaður í búsetukjarna hjá Mosfellsbæ
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar