NPA Setur Suðurlands ehf.
NPA Setur Suðurlands ehf.

Sumarafleysingar á Selfossi

Vilt þú bætast í hóp okkar frábæru aðstoðarmana?

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og eru helstu verkefni að aðstoða unga einstaklinga við athafnir daglegs lífs. Starfið er að mestu unnið inn á heimilum notendanna auk þess að fylgja viðkomandi í öllum sínum ferðum. Unnið er á föstum vöktum og eru laun greidd skv. sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Samtaka atvinnulífsins/Eflingar. Um sumarstörf er að ræða frá maí til og með september með möguleikum á áframhaldandi afleysingum.

Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði og hafi gild ökuréttindi.

Hæfniskröfur

• Hæfni í mannlegum samskiptum

• Þolinmæði og umburðarlyndi

• Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Jákvæðni og vilji til að taka leiðsögn

• Sveigjanleiki og umburðarlyndi fyrir verkefnum dagsins

• Menntun og/eða reynsla af vinnu með fötluðum kostur en ekki skilyrði

Helstu verkefni

• Að efla þjónustuþega til sjálfstæðis í leik og starfi

• Styðja þjónustuþega við að lifa sjálfstæðu og innhaldsríku lífi

Umsóknarfrestur er til og með 20.04.2025 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf um miðjan maí. Umsóknir skulu sendast á [email protected]

Nánari upplýsingar um störfin gefa Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir s: 510 0922, [email protected] og Hafdís Bjarnadóttir s:510 0921, [email protected].

Advertisement published8. April 2025
Application deadline20. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Type of work
Professions
Job Tags