

Óska eftir NPA aðstoðarfólki í 100% stöður
Ég er 35 ára karlmaður sem bý í 110 Reykjavík með eiginkonu minni, börnunum mínum tveimur, 3 ára og 9 mánaða.
Ég óska eftir aðstoðarfólki 20 ára og eldra í NPA teymið mitt.
Starfið felur í sér að aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs vegna mænuskaða, m.a. við heimilisstörf, persónulegt hreinlæti og fleira.
Starfið felur einnig í sér að vera framlenging á mér í hverju sem ég vil taka mér fyrir hendur frá degi til dags í lífi, leik og starfi.
Ég leita eftir fólki sem er lausnamiðað í breytilegum aðstæðum og gott í mannlegum samskiptum.
Um er að ræða tvær 100% stöður með 12 tíma vöktum, þar sem unnið er viku í senn og svo fylgir frívika. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar, nánari upplýsingar má finna á npa.is/adstodarfolk/kjarasamningar
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, sem hægt er að lesa nánar um á: npa.is
Ekki er gerð krafa um starfsreynslu eða sérstaka menntun, en lögð er áhersla á að umsækjendur temji sér stundvísi, jákvæðni, heiðarleika og virðingu í samskiptum.
Reykleysi á vinnutíma og bílpróf eru skilyrði.
Vinnuaðstæður eru mjög góðar í nýju húsnæði með sérherbergi fyrir starfsmann.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að umgangast börn og viti að hlutverk aðstoðarfólks felst einnig í því að sinna þeim þörfum barna sem foreldrar sinna frá degi til dags, t.d. að sækja í / skutla í leikskóla, fara með þeim út að leika o.s.frv.
Um er að ræða framtíðarstörf, önnur staðan þarf að fyllast sem allra fyrst, en hin hefst 1. júlí.
Aðstoð við athafni daglegs lífs.



















