Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Forstöðumaður - Heimili fyrir börn Móvaði

Keðjan auglýsir lausa stöðu forstöðumanns á Heimili fyrir börn Móvaði í Reykjavík. Leitað er að faglegum, jákvæðum, hvetjandi og framsæknum einstaklingi til að leiða þjónustuna. Móvað er heimili fyrir langveik og fjölfötluð börn sem þurfa á umfangsmikilli umönnun og hjúkrun að halda allan sólarhringinn. Markmið þjónustunnar er að barn sem býr á Heimili fyrir börn Móvaði nái að þroskast og dafna í öruggu umhverfi og fái þjónustu sem er einstaklingsmiðuð, ígrunduð og að stuðningur sé veittur af alúð og umhyggju. Lögð er áhersla á að búa til hlýlegt, friðsælt og öruggt heimili fyrir börn sem þar búa með hliðsjón af einstaklingsbundnum þroska, getu þeirra og aldri. Þá er mikil áhersla lögð á að tryggja góð og jákvæð samskipti við foreldra/forsjáraðila.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg ábyrgð á rekstri.
  • Dagleg stjórnun, starfsmannahald og skipulag á starfsemi.
  • Þátttaka í stefnumótun ásamt þróun og nýbreytni í þjónustu.
  • Samstarf við aðstandendur, stuðningsteymi barns og hagsmunasamtök.
  • Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið bæði velferðarsviðs og Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra.
  • Reynsla af stjórnun.
  • Afburðahæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og frumkvæði.
  • Íslenskukunnátta B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published2. April 2025
Application deadline15. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Móvað 9, 110 Reykjavík
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags