Háskólasetur Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða

Forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða (HV) leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf forstöðumanns. Forstöðumaður stýrir daglegri starfsemi og rekstri HV í umboði stjórnar. Forstöðumaður fer með fjármál og reikningshald, ræður starfsfólk og stýrir faglegri starfsemi. Forstöðumaður er virkur þáttakandi í stefnumótun HV með stjórn. Leitað er að skapandi leiðtoga sem hefur eldmóð og brennur fyrir uppbyggingu akademískrar starfsemi HV og samfélagsins á Vestfjörðum. Starfsstöð er á Ísafirði og er búseta á Ísafirði eða nágrenni skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Fjármál og rekstur

- Stefnumótun og innleiðing hennar

- Mannauðsmál

- Fagleg forysta og áframhaldandi uppbygging náms og námssamfélags áháskólastigi á Vestfjörðum

- Samskipti við stjórnvöld og samfélag um málefni HV

Menntunar- og hæfniskröfur

-  Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er áskilin. Kostur ef umsækjandi hefurdoktorsgráðu er tengist starfssviði forstöðumanns eða námsleiðum HV.

- Haldgóð íslenskukunnátta er nauðsynleg ásamt færni í ensku, í ræðu og riti

- Reynsla af rekstri, stjórnun og mannauðsmálum

- Þekking á fagsviðum HV

- Framúrskarandi samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

- Þekking og reynsla af stjórnsýslu

- Þekking á og reynsla úr háskóla- og/eða alþjóðlegu rannsóknaumhverfi

- Hæfni til að byggja upp teymi og sterka liðsheild

Advertisement published3. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Suðurgata 12, 400 Ísafjörður
Type of work
Professions
Job Tags