Nova
Nova
Nova

Bakenda forritari

Við leitum að reynslumiklum bakendaforritara til að starfa með sterku þróunarteymi Nova. Um er að ræða fjölbreytt hlutverk í teymi sem sér um uppbyggingu á áskriftar- og þjónustukerfum fyrir farsíma- og netlausnir NOVA.

Hugbúnaðarþróunarteymi Nova sér um þróun og viðhald á sölu-, áskriftar- og þjónustukerfum fyrir farsíma- og netlausnir NOVA. Teymið ber einnig ábyrgð á samþættingu við kjarnakerfi í fjarskiptarekstri. Þekking og/eða áhugi á net og farsímakerfum er því kostur. Nova er með mörg kerfi í rekstri sem þarf að sinna og þurfum við einstakling sem er tilbúin/n til að kynnast vel þeim kerfum með það sjónarmið að betrumbæta tæknireksturinn með öllu teyminu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa bakendakerfi fyrir stafrænar vörur Nova.
  • Vinna við samþættingu kerfa og tengingar við kerfiseiningar tengdar fjarskiptarekstri.
  • Sinna greiningu og skipulagi verkefna í samstarfi við kröfuhafa, vörustjóra og aðra í teyminu.
  • Taka þátt í vöruþróun Nova.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, annað sambærilegt nám.
  • Haldbæra reynslu í bakendaforritun í .NET eða sambærilegu.
  • Áhuga á Domain Driven design og atburðadrifnum arkítektúr.
  • Metnað fyrir því að skrifa góðan og viðhaldanlegan kóða.
  • Þekkingu á helstu hönnunarmynstrum hugbúnaðar
  • Getu til að taka ábyrgð og leiða verkefni.
  • Getu til að miðla þekkingu og reynslu til teymismeðlima.
  • Frumkvæði, sköpunargleði og samskiptahæfni.

Hjá Nova er að finna kerfi skrifuð í .NET, Java, Node.js og Go. Við notum REST, GraphQL, OAuth2, Kafka, MS SQL og reiðum okkur á m.a. á docker, k8s og GitHub actions svo fátt eitt sé nefnt.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.

Advertisement published22. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags