

Lögfræðingur - Festi hf.
Festi er eignarhaldsfélag og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við rekstrarfélög samstæðunnar: ELKO, Krónuna, Lyfju, N1, Yrki eignir og Bakkann vöruhótel. Hlutabréf Festi eru skráð í Kauphöll Íslands.
Festi auglýsir eftir lögfræðingi til starfa á lögfræðisvið félagsins. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með metnað, drifkraft og sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af lögfræðistörfum. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og heyrir undir forstöðumann lögfræðisviðs.
-
Lögfræðistörf, ráðgjöf og faglegur stuðningur gagnvart félögum samstæðunnar
-
Samninga- og skjalagerð
-
Yfirsýn og utanumhald um samninga samstæðunnar
-
Málefni á sviði persónuverndar
-
Önnur tilfallandi lögfræðistörf
-
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
-
Umtalsverð reynsla (5 ár+) af sambærilegu starfi eða lögfræðistörfum hjá lögmannsstofum eða hinu opinbera
-
Reynsla og þekking á sviði félagaréttar, persónuverndar og/eða samkeppnisréttar er kostur
-
Málflutningsréttindi eru kostur
-
Framúrskarandi hæfni til að geta tjáð sig í ræðu og riti á íslensku, enska er kostur
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð
Styrkur til heilsueflingar
Aðgangur að Velferðarþjónustu Festi
Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, Lyfju og ELKO












