
Lögfræðingur
Sýslumaðurinn á Vesturlandi annast sérverkefni á sviði gjafsóknarmála skv. samningi við dómsmálaráðuneyti. Starfið felur í sér ríkt samstarf og samskipti við gjafsóknarnefnd, dómsmálaráðuneyti, lögmenn og aðra vegna gjafsóknarmála, auk þeirra helstu verkefna sem lýst er hér að neðan. Starfsstöð er á aðalskrifstofu embættisins í Stykkishólmi. Um er að ræða ótímabundna ráðningu með sex mánaða reynslutíma. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf þann 1. júlí nk., eða sem fyrst eftir það tímamark.
Nýútskrifaðir jafnt sem reynslumiklir lögfræðingar eru hvattir til að sækja um.
-
Að sitja fundi gjafsóknarnefndar og bóka þá
-
Að undirbúa umsagnir nefndarinnar og ganga frá þeim í samræmi við ákvarðanir hennar
-
Að halda málaskrá nefndarinnar, gera ársskýrslu og vinna tölfræði um störf nefndarinnar
-
Að hafa umsjón með greiðslu á reikningum vegna gjafsóknarmála
-
Þá getur sýslumaður falið lögfræðingnum önnur verkefni á skrifstofum sýslumanns
-
Embættis- eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögfræði auk annarra skilyrða b.-f. liða 3. gr. laga 50/2014
-
Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi og skipulagshæfni er skilyrði
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni er skilyrði
-
Starfsreynsla sem nýtist í starfi er kostur
-
Þekking á verkefnum sýslumanna og opinberri stjórnsýslu er kostur
-
Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum
-
Mjög góð tölvukunnátta
-
Gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandatungumáli er æskileg
-
Almenn ökuréttindi










