Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Vörustjóri net og fjarskiptalausna

Við leitum að jákvæðum og öflugum einstaklingi sem brennur fyrir fjarskiptalausnum og netöryggismálum. Hefur mikinn metnað til að takast á við spennandi verkefni í uppbyggingu grunninnviða á sviði upplýsingatækni.

Hlutverk Landsnets er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi. Stjórnkerfi raforkukerfisins á Íslandi byggir á rekstraröryggi net- og tölvukerfa og því er um krefjandi og ábyrgðarmikið starf að ræða. Upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í framþróun fyrirtækisins og framundan eru krefjandi og skemmtileg verkefni í samstarfi við innlenda og erlenda birgja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skilgreina og viðhalda vöruáætlun (roadmap) fyrir fjarskiptalausnir 
  • Þarfagreining og forgangsröðun verkefna í samráði við lykilnotendur 
  • Leiða umbótaverkefni og innleiðingu nýrra lausna, í samstarfi við þjónustuaðila 
  • Viðhalda þjónustulýsingu, þjónustuflokkum og árangursmælikvörðum (SLAs, KPIs) 
  • Hönnun á högun fjarskipta 
  • Eftirlit með afköstum og rekstraröryggi netkerfa. 
  • Fylgjast með rekstrarframmistöðu, þjónustugæðum og kostnaði lausna 
  • Vera tengiliður við þjónustuaðila, Orkufjarskipti og aðra ytri samstarfsaðila 
  • Stýra áhættu og tryggja að fjarskiptakerfi styðji við öryggi og rekstraröryggi Landsnets 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt nám eða reynsla. 
  • Góð þekking á netbúnaði frá helstu framleiðendum 
  • Gráður frá helstu framleiðendum kostur 
  • Þekking á NGFW er mikill kostur 
  • Reynsla af rekstri netkerfa 
  • Reynsla af verkefnastjórnun mikill kostur 
  • Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi 
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð 
Fríðindi í starfi

Við bjóðum starfsfólki okkar upp á góða vinnustaðamenningu, dásamlegt mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu, sveigjanlegt vinnuumhverfi, velferðar- og starfsmenntunarstyrki, öflugt starfsmannafélag auk frábæra vinnufélaga. 

Advertisement published10. April 2025
Application deadline22. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags