

Vörustjóri net og fjarskiptalausna
Við leitum að jákvæðum og öflugum einstaklingi sem brennur fyrir fjarskiptalausnum og netöryggismálum. Hefur mikinn metnað til að takast á við spennandi verkefni í uppbyggingu grunninnviða á sviði upplýsingatækni.
Hlutverk Landsnets er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins á Íslandi. Stjórnkerfi raforkukerfisins á Íslandi byggir á rekstraröryggi net- og tölvukerfa og því er um krefjandi og ábyrgðarmikið starf að ræða. Upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki í framþróun fyrirtækisins og framundan eru krefjandi og skemmtileg verkefni í samstarfi við innlenda og erlenda birgja.
- Skilgreina og viðhalda vöruáætlun (roadmap) fyrir fjarskiptalausnir
- Þarfagreining og forgangsröðun verkefna í samráði við lykilnotendur
- Leiða umbótaverkefni og innleiðingu nýrra lausna, í samstarfi við þjónustuaðila
- Viðhalda þjónustulýsingu, þjónustuflokkum og árangursmælikvörðum (SLAs, KPIs)
- Hönnun á högun fjarskipta
- Eftirlit með afköstum og rekstraröryggi netkerfa.
- Fylgjast með rekstrarframmistöðu, þjónustugæðum og kostnaði lausna
- Vera tengiliður við þjónustuaðila, Orkufjarskipti og aðra ytri samstarfsaðila
- Stýra áhættu og tryggja að fjarskiptakerfi styðji við öryggi og rekstraröryggi Landsnets
- Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt nám eða reynsla.
- Góð þekking á netbúnaði frá helstu framleiðendum
- Gráður frá helstu framleiðendum kostur
- Þekking á NGFW er mikill kostur
- Reynsla af rekstri netkerfa
- Reynsla af verkefnastjórnun mikill kostur
- Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Við bjóðum starfsfólki okkar upp á góða vinnustaðamenningu, dásamlegt mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu, sveigjanlegt vinnuumhverfi, velferðar- og starfsmenntunarstyrki, öflugt starfsmannafélag auk frábæra vinnufélaga.













