

Verkefnastjóri gagnagreininga
Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða verkefnastjóra gagnagreininga til starfa. Um er að ræða nýtt og krefjandi hlutverk þar sem unnið er þvert á einingar háskólans að umbótum og framþróun í nýtingu gagna til ákvarðanatöku og stefnumótunar. Unnið er í náinni samvinnu við ýmsar einingar, sérstaklega fjármál og greiningu, greiningarteymi og gæða- og mannauðssvið. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð á háskólasvæðinu á Akureyri.
Starfið hentar vel einstaklingi með ríka tölfræði- og greiningarhæfni og áhuga á umbótum og þróun innan háskólasamfélagsins. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi, hafi yfirsýn og sýni frumkvæði. Mikil samvinna er við stjórnendur og eru því góð samskipti, traust og skýr miðlun lykilatriði í starfinu.
-
Söfnun, greining, samræming og birting gagna úr upplýsingakerfum háskólans.
-
Framkvæmd greininga í tengslum við reiknilíkan háskólanna, fjármögnun og lykilmælikvarða.
-
Þróun og viðhald mælikvarða sem styðja við stefnumótun og árangursmat.
-
Mótun og umbætur á ferlum gagnasöfnunar og úrvinnslu.
-
Kynning og miðlun gagna til stjórnenda og annarra hagaðila á aðgengilegan hátt.
-
Þátttaka í fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og öðrum verkefnum samkvæmt þörfum.
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur.
-
Reynsla af gagnagreiningu og úrvinnslu gagna er nauðsynleg.
-
Framúrskarandi hæfni í Excel og gagnatólum (s.s. Power BI, PowerPivot, slicers, macros).
-
Þekking og reynsla af upplýsingatæknikerfum, s.s. kennslukerfum eða fjárhagskerfum.
-
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
-
Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
-
Nákvæm og skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði.
-
Góð þjónustulund og samskiptafærni.
Umsókn skal fylgja:
-
Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.
-
Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
-
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
-
Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.












