Do you want to translate non-english job information to English?
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Verkefnastjóri gagnagreininga

Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða verkefnastjóra gagnagreininga til starfa. Um er að ræða nýtt og krefjandi hlutverk þar sem unnið er þvert á einingar háskólans að umbótum og framþróun í nýtingu gagna til ákvarðanatöku og stefnumótunar. Unnið er í náinni samvinnu við ýmsar einingar, sérstaklega fjármál og greiningu, greiningarteymi og gæða- og mannauðssvið. Um fullt starf er að ræða með starfsstöð á háskólasvæðinu á Akureyri.

Starfið hentar vel einstaklingi með ríka tölfræði- og greiningarhæfni og áhuga á umbótum og þróun innan háskólasamfélagsins. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi, hafi yfirsýn og sýni frumkvæði. Mikil samvinna er við stjórnendur og eru því góð samskipti, traust og skýr miðlun lykilatriði í starfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Söfnun, greining, samræming og birting gagna úr upplýsingakerfum háskólans.

  • Framkvæmd greininga í tengslum við reiknilíkan háskólanna, fjármögnun og lykilmælikvarða.

  • Þróun og viðhald mælikvarða sem styðja við stefnumótun og árangursmat.

  • Mótun og umbætur á ferlum gagnasöfnunar og úrvinnslu.

  • Kynning og miðlun gagna til stjórnenda og annarra hagaðila á aðgengilegan hátt.

  • Þátttaka í fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og öðrum verkefnum samkvæmt þörfum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf er kostur.

  • Reynsla af gagnagreiningu og úrvinnslu gagna er nauðsynleg.

  • Framúrskarandi hæfni í Excel og gagnatólum (s.s. Power BI, PowerPivot, slicers, macros).

  • Þekking og reynsla af upplýsingatæknikerfum, s.s. kennslukerfum eða fjárhagskerfum.

  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.

  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði.

  • Góð þjónustulund og samskiptafærni.

Umsókn skal fylgja:

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil.

  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur, æskilegt er að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Advertisement published11. April 2025
Application deadline28. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Norðurslóð 202123, 600 Akureyri
Type of work
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.