Do you want to translate non-english job information to English?
VSB verkfræðistofa
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í veituhönnun

VSB verkfræðistofa leitar að áhugasömum, sjálfstæðum og drífandi tækni- eða verkfræðingi með sérhæfingu í veituhönnun (fráveitu, hitaveitu og vatnsveitu). Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Hönnun veitukerfa

· Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana

· Verkefnastjórnun

· Samskipti við samstarfsaðila

· Önnur tilheyrandi verkefni við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Háskólanám á sviði tækni- eða verkfræði

· Reynsla af hönnun veitukerfa

· Framúrskarandi þjónustulund

· Góð samskipta- og samstarfshæfni

· Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

· Góð þekking á hugbúnaði (AutoCAD Civil 3D eða sambærilegt)

· Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Fríðindi í starfi:

· Skemmtilegir vinnufélagar

· Íþróttastyrkur

· Sími og símareikningur greiddur af VSB

· Sveigjanlegur vinnutími

· Samgöngustyrkur

· Niðurgreiddur hádegismatur

Um VSB
VSB er fjölhæf verkfræðistofa á sviði skipulags, hönnunar og framkvæmda sem veitir viðskiptavinum ráðgjöf þar sem hagkvæmni, fagmennska og áreiðanleiki eru lykilatriði. VSB hefur aðsetur að Bæjahrauni 20 í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VSB www.vsb.is.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir (thuridur@intellecta.is) og Lea Kristín Guðmundsdóttir (leakristin@intellecta.is) í síma 511 1225.

Advertisement published10. April 2025
Application deadline5. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Bæjarhraun 20, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.