COWI
COWI

Reyndur byggingafræðingur

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Langar þig að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.

Við hjá COWI á Íslandi leitum að reyndum byggingafræðingi til að styrkja deild okkar í arkitektúr og byggingareðlisfræði. Í deildinni starfar fjöldi sérfræðinga öllum aldri og með fjölbreyttan bakgrunn. Í starfinu munt þú leiða og hafa umsjón með hönnun og undirbúningi aðal- og séruppdrátta. Við leitum að einstaklingi sem getur verið leiðandi í vinnslu yfirstandandi verkefna á sviði iðnaðar- og orkuinnviða og við framkvæmd fjölbreyttra verkefna okkar til framtíðar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc. gráða í byggingafræði
  • Löggilding mannvirkjahönnuða
  • Víðtæk og yfirgripsmikil reynsla á sviði mannvirkjahönnunar
  • Víðtæk og yfirgripsmikil reynsla í Revit
  • Reynsla af því að nýta BIM upplýsingalíkön við hönnun (æskilegt)

Færni þín er lykillinn að velgengni okkar. Við vinnum þvert á landamæri og fræðigreinar og deilum þekkingu og byggjum upp sterk tengsl við samstarfsmenn og viðskiptavini.

Til að ná árangri í þessari stöðu teljum við að þú þurfir að vera jákvæður einstaklingur sem getur unnið sjálfstætt sem og leiðbeint samstarfsfólki.

Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð
  • Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkir
  • Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum
  • Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi
  • Starfsþróunarmöguleikar innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræn þjálfun hjá COWI Academy
  • Árlegt heilsufarsmat
Advertisement published9. April 2025
Application deadline30. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags