
Kársnesskóli

Aðstoðarskólastjóri óskast við Kársnesskóla
Kársnesskóli auglýsir eftir metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra sem hefur farsæla starfsreynslu úr grunnskólastarfi og er tilbúinn að starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans í teymi stjórnenda frá og með 1.ágúst 2025 og í eitt skólaár. Í Kársnesskóla starfa um 400 nemendur í 5. - 10.bekk og um 50 - 60 starfsmenn. Í Kársnesskóla er starfað eftir hugmyndafræði ,,Uppeldi til ábyrgðar" sem kennir sjálfsstjórn og ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Gildi skólans eru ábyrgð, ánægja, þekking og virðing
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur og er staðgengill skólastjóra
- Er deildarstjóri yfir 5. og 6. árgangi
- Tekur þátt í þróun skólastarfsins og mótun skólastefnunnar í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Kópavogsbæjar
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
- Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
- Skipuleggur og vinnur að starfsþróun starfsmanna skólans í samráði við skólastjóra
- Starfar í anda laga um farsæld barna
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu á mið- eða elsta stigi
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun æskileg
- Leiðtogahæfileikarar
- Þekking og áhugi á leiðsagnarnámi
- Farsæl reynsla af úrlausnum nemendamála og foreldrasamskiptum
- Reynsla af þátttöku í skólaþróunarverkefnum og teymisvinnu
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published3. April 2025
Application deadline18. April 2025
Language skills

Required
Location
Kársnesskóli við Kópavogsbraut
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (7)

Skólastjóri - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Teymisstjóri stafrænnar vöruhönnunar
Reykjavíkurborg

Útgerðarstjórn
Reyktal þjónusta ehf.

Leiðtogi málaflokks fatlaðs fólks
Stjórnsýsla Mosfellsbæjar

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir

Supply Chain Manager
NEWREST ICELAND ehf.