Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Aðstoðarskólastjóri óskast við Kársnesskóla

Kársnesskóli auglýsir eftir metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra sem hefur farsæla starfsreynslu úr grunnskólastarfi og er tilbúinn að starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans í teymi stjórnenda frá og með 1.ágúst 2025 og í eitt skólaár. Í Kársnesskóla starfa um 400 nemendur í 5. - 10.bekk og um 50 - 60 starfsmenn. Í Kársnesskóla er starfað eftir hugmyndafræði ,,Uppeldi til ábyrgðar" sem kennir sjálfsstjórn og ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Gildi skólans eru ábyrgð, ánægja, þekking og virðing

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur og er staðgengill skólastjóra
  • Er deildarstjóri yfir 5. og 6. árgangi
  • Tekur þátt í þróun skólastarfsins og mótun skólastefnunnar í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Kópavogsbæjar
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
  • Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
  • Skipuleggur og vinnur að starfsþróun starfsmanna skólans í samráði við skólastjóra
  • Starfar í anda laga um farsæld barna
  • Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu á mið- eða elsta stigi
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun æskileg
  • Leiðtogahæfileikarar
  • Þekking og áhugi á leiðsagnarnámi
  • Farsæl reynsla af úrlausnum nemendamála og foreldrasamskiptum
  • Reynsla af þátttöku í skólaþróunarverkefnum og teymisvinnu
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published3. April 2025
Application deadline18. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Kársnesskóli við Kópavogsbraut
Type of work
Professions
Job Tags