

Skólaliði í Kársnesskóla
Kársnesskóli óskar eftir að ráða skólaliða til starfa
Kársnesskóli er grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum verða um 400 nemendur í 5. til 10. bekk á næsta skólaári. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Mjög góður andi ríkir í skólanum og mikil og góð samvinna milli skólaliða.
Meginhlutverk skólaliða er að stuðla að velferð og vellíðan nemenda.
Starfssvið
- Aðstoð í matsal skólans
- Gangavarsla og útigæsla
- Ræstingar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á að starfa með börnum
- Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
- Góð íslenskukunnátta
Ráðningarhlutfall og tími
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 5. ágúst 2025 Um 100% starf er að ræða og vinnutími frá kl. 8:15 - 16:00
Frekari upplýsingar
Umsóknarfrestur er til og með 14.apríl
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Öll, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.
Bent er á að umsækjendur verða að skila inn sakavottorði.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt.
Upplýsingar gefur húsvörður Jón Árni síma 441-4600 og gsm 8627622













