
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Sumarstarf í framleiðslueldhús
Óskað er eftir duglegum einstaklingum í almenn eldhússtörf í framleiðslueldhús Eirar í sumarafleysingar. Unnið er samkvæmt vaktaplani og eru verkefnin af ýmsum toga. Starfshlutfall getur verið breytilegt yfir sumarið.
Eldhúsið er staðsett að Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík og er miðlægt framleiðslueldhús Eirar, Skjóls og Hamra hjúkrunarheimila og öryggisíbúða í Eirarhúsum og Eirhömrum. Boðið er upp á fjölbreyttan og hollan heimilismat í mötuneytum fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna, öryggisíbúðanna sem og fyrir starfsmenn og gesti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn aðstoð í eldhúsi
- Undirbúningur á matar- og kaffitímum
- Tiltekt, þrif og uppvask í eldhúsi og matsal
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vera 18 ára á árinu eða eldri
- Jákvæðni
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Stundvísi
- Góð íslenskukunnátta
- Geta til að vinna í hóp
- Bílpróf
Advertisement published1. April 2025
Application deadline10. April 2025
Language skills

Required
Location
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Type of work
Skills
Kitchen workPositivityPunctualCustomer service
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starfsmaður í mötuneyti
Sælkeramatur

Matráður við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Kokkur á Mathús Garðbæjar
Mathús Garðabæjar

Hlutastarf í mötuneyti Festi
Festi

Standsetning og þrif / PDI and detailing
Porsche á Íslandi

Fullt starf í Hveragerði
Al bakstur ehf

Room Attendant / General Cleaning
Hilton Reykjavík Nordica

Matreiðslumaður
Ráðlagður Dagskammtur

Bílaþvottur / Car Wash
Icerental4x4

Óskum eftir aðstoðarmanni í eldhús / aðstoðarmatráð
Hjallastefnan

Aðstoð í mötuneyti
Isavia ANS

Starfsmaður í herbergisþrif
Hótel Klettur