Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Aðstoð í mötuneyti

Isavia ANS er með gott mötuneyti á starfsstöð sinni í Reykjavík og við erum að leita eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum einstaklingi til að bætast við teymið þar.

Við leitum eftir einstaklingi sem tekur þátt í því að skapa góða liðsheild, stuðla að uppbyggjandi menningu og góðum samskiptum.

Starfið getur verið 80-100% staða. Vinnutími er frá 7:00 - 14:00 / 15:00.

Ákjósanlegast væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, eða fyrir 1. júní.

Isavia ANS er staðsett á Reykjavíkurflugvelli, Nauthólsvegi 66.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við matreiðslu í samráði við matreiðslumann
  • Framreiðsla á morgunmat
  • Framreiðsla á hádegismat, salatbar og súpu í samráði við matreiðslumann
  • Aðstoð við innkaup í samráði við matreiðslumann
  • Frágangur, uppvask og dagleg þrif í eldhúsi og matsal
  • Áfyllingar á kaffivélar, kæla og annað sem þarfnast áfyllingar
  • Aðstoð við móttöku og frágang á vörum
  • Aðstoð við undirbúning og frágang veitinga á fundum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Þjónustulund og áhugi á að vinna vel í teymi
  • Reynsla af starfi í mötuneyti eða eldhúsi er kostur
  • Hreint sakavottorð
  • Gott vald á íslensku og/eða ensku
Advertisement published27. March 2025
Application deadline6. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Kitchen workPathCreated with Sketch.WaiterPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags