
Isavia ANS
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.
Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Aðstoð í mötuneyti
Isavia ANS er með gott mötuneyti á starfsstöð sinni í Reykjavík og við erum að leita eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum einstaklingi til að bætast við teymið þar.
Við leitum eftir einstaklingi sem tekur þátt í því að skapa góða liðsheild, stuðla að uppbyggjandi menningu og góðum samskiptum.
Starfið getur verið 80-100% staða. Vinnutími er frá 7:00 - 14:00 / 15:00.
Ákjósanlegast væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, eða fyrir 1. júní.
Isavia ANS er staðsett á Reykjavíkurflugvelli, Nauthólsvegi 66.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við matreiðslu í samráði við matreiðslumann
- Framreiðsla á morgunmat
- Framreiðsla á hádegismat, salatbar og súpu í samráði við matreiðslumann
- Aðstoð við innkaup í samráði við matreiðslumann
- Frágangur, uppvask og dagleg þrif í eldhúsi og matsal
- Áfyllingar á kaffivélar, kæla og annað sem þarfnast áfyllingar
- Aðstoð við móttöku og frágang á vörum
- Aðstoð við undirbúning og frágang veitinga á fundum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Þjónustulund og áhugi á að vinna vel í teymi
- Reynsla af starfi í mötuneyti eða eldhúsi er kostur
- Hreint sakavottorð
- Gott vald á íslensku og/eða ensku
Advertisement published27. March 2025
Application deadline6. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Type of work
Skills
Kitchen workWaiterIndependenceCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Aðstoðarmatráður óskast
Helgafellsskóli

Starfsfólk óskast skemmtilegan vinnustað
Golfkúbbur Öndverðarness

Chef and Kitchen Staff with Experience
Lóa Restaurant

Matreiðslumaður í miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Skólamatur

Kokkur í Vinnu óskast!
The Hill Hótel at Flúðir

Skál! leitar að aðstoð í eldhúsi / kitchen porter !
SKÁL!

Subway opnar í Borgarnesi og Mosfellsbæ
Subway

Housekeeping and Kitchen Genie
Dalur HI Hostel

Matráður við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Sól restaurant óskar eftir reyndum þjónum
Sól resturant ehf.

Aðstoð í eldhús
Leikskólinn Hof

Sumarstarf í glænýju mötuneyti
Embla Medical | Össur